Tré og runnar S-Z

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

 Latneskt heiti

Íslenskt heiti

Lýsing

Salix alaxensis

 Alaskavíðir

 2-9 m. Hraðvaxta, vindþolinn, saltþolinn runni sem 

 er mest notaður í gróf skjólbelti og þyrpingar. Mjög

 harðger, en getur kalið örlítið. Neðra borð blaðanna

 er þakið hvítum hárum, þannig að þau virðast silfruð

 á litinn. Þolir klippingu mjög vel. Sólríkan vaxtarstað.

Salix arctica 'Skriðnir'

 Fjallavíðir 'Skriðnir'

 /Grávíðir

 10-20 cm, jarðlægur  runni með gráloðin blöð.

 Rauðbrúnleitir reklar samtímis laufgun í maí-júní.  

 Góður sem þekjuplanta í beð. Harðgerður, vind- og

 saltþolinn. Sólríkan vaxtarstað.

Salix barrattiana 'Bústi'

 Þúfuvíðir 'Bústi'

 30-50 cm breiðvaxinn runni, sem myndar þéttar

 þúfur. Dökkgrænt lauf og rauðir áberandi reklar í

 apríl-maí. Harðgerður. Úrval úr söfnunarferð Alaska

 1985. Sólríkan vaxtarstað.

Salix borealis

 Viðja

 2-9 m. Dökkgræn blöð, dökkbrúnir árssprotar.

 Vindþolin, hraðvaxta og mjög góð í klippt limgerði.

 Þolir nánast hvaða jarðveg sem er. Hentar líka í

 skjólbelti og þyrpingar. Sólríkan vaxtarstað.

Salix borealis x S. x sp.

 Hreggstaðavíðir

 2-9 m. Íslenskur blendingur milli viðju og

 brekkuvíðis. Gullbrúnir árssprotar og fagurgrænt lauf,

 blaðfallegur. Hraðvaxta og vindþolinn og hentar mjög

 vel í klippt limgerði.  Ryðsveppur hefur þjakað

 plönturnar undanfarin ár. Sólríkan vaxtarstað.

Salix candida

 Bjartvíðir

 80 cm–3 m. Silfurgrá blöð, rauðir reklar á vorin. 

 Útbreitt, gisið vaxtarlag. Harðgerður. Sólríkan

 vaxtarstað.

Salix caprea

 Selja

 6-10 m. Grá blöð, mjög harðgerð. Sérbýl. Notuð 

 stakstæð, í þypingar eða óklippt skjólbelti. Sólríkan

 vaxtarstað.

Salix caprea-mas

 Selja, karlplanta

 6-10 m. Grá blöð, mjög harðgerð.  Áberandi fallegir

 gulir reklar á vorin. Notuð stakstæð, í þypingar eða

 óklippt skjólbelti. Sólríkan vaxtarstað.

Salix fragilis 'Bullata'

 Hrökkvíðir 'Bullata'

 3-6 m. Mjó, lensulaga blöð. Þrífst best í rökum frjóum

 jarðvegi. Sólríkan vaxtarstað. Fallegt lítið tré með

 opna krónu. Vindþolinn.

Salix fuscescens 'Snotra'

 Örðuvíðir 'Snotra'

 10-30 cm. Fíngerður  jarðlægur runni. Nægjusamur á

 jarðveg. Sólríkan vaxtarstað.

Salix glauca

 Rjúpuvíðir

1-2 m. Hvítloðin blöð, ljósbrúnir kafloðnir reklar.   

 Hentar vel í þyrpingar, brekkur og steinhæðir.

 Sólelskur, vindþolinn og harðgerður.

Salix glauca ssp. callicarpaea

 Rjúpuvíðir skriðull

 / Grænlenskur  

 grávíðir

 10-20 cm. Jarðlægur runni með gráhærð blöð.

 Sérbýll, karlplantan fær fallega gula rekla á vorin.

 Góður í steinhæðir, harðgerður. Vind- og saltþolinn.

 Sólríkan vaxtarstað.

Salix glaucosericea

 Orravíðir

 1-1,5 m. Hægvaxta, uppréttur, þéttur runni.

 Hvítloðin blöð, fjólubláir reklar á karlplöntum í maí.

 Vind- og saltþolinn. Sólríkan vaxtarstað. Hentar í

 lágvaxin limgerði og þyrpingar.

Salix hastata 'Wehrhanii'

 Reklavíðir

 60-150 cm. Hægvaxta og breiðvaxinn runni.

 Fagurgræn gljáandi blöð, skærgulir áberandi reklar á

 vorin. Hentar sem stakstæður eða í þyrpingar. Vind-

 og saltþolinn. Sólelskur.

Salix herbacea

 Smjörlauf

 /Grasvíðir

 5-20 cm. Jarðlægur smárunni. Dökkgræn lítil

 hringlaga blöð, rauðir reklar í maí-júní. Sólelskur,

 harðgerður. Hentar vel í steinabeð.  Íslensk planta.

Salix lanata 'Katlagil'

 Loðvíðir 'Katlagil'

 10-30 cm. Gráloðinn runni, mjög harðgerður.

 Sérbýll, karlplantan fær skærgula rekla í maí-júní.

 Góð í þyrpingarsem þekjuplanta, Íslensk planta.

Salix myrsinites

 Myrtuvíðir

 40-100 cm. Þéttur runni með þykk, leðurkennd,

 dökkgræn blöð. Þau haldast visin á runnanum yfir

 veturinn, gulbrún og falleg. Rauðir reklar í maí þegar

 plantan laufgast. Rakan jarðveg, harðgerður, laus við

 óþrif. Hentar í þyrpingar og lág limgerði.

Salix ovalifolia 'Ljúfa'

 Baugavíðir 'Ljúfa'

 10-20 cm. Þéttgreinóttur, fíngeður jarðlægur runni.

 Hentar vel í steinhæðir og með öðrum lágvöxnum

 tegundum. Sólelskur, harðger.

Salix phlebophylla

 Nótarvíðir

 50-100 cm. Jarðlægur og fínlegur runni sem myndar

 þéttar breiður. Þarf sólríkan vaxtarstað og gott skjól.

 Hentar sem þekjuplanta.

Salix phylicifolia 'Strandir'

 Strandavíðir

 1-2,5 m. Afbrigði af gulvíði. Dökkrauðbrúnar greinar,

 blöðin dökkgræn og gljáandi. Salt- og vindþolinn,

 tilvalinn í limgerði. Sólríkan vaxtarstað. Íslensk

 planta.

Salix planifolia ssp. pulchra 'Flesja'

 Demantsvíðir

 'Flesja'

 10-20 cm. Frekar hraðvaxta, harðgerður jarðlægur

 runni. Hentar vel sem þekjuplanta. Sólríkan

 vaxtarstað.

Salix reticulata

 Netvíðir

 10-20 cm. Alveg jarðlægur, þekjandi og mjög

 hægvaxta.  Góður í steinhæðir. Blágræn, nettaugótt

 kringlótt blöð, mjög falleg.

Salix x sp.

(Salix islandica)

 Brekkuvíðir

 1-2 m. Þéttvaxinn, blaðfallegur. Góður í limgerði,

 vind- og saltþolinn, mjög harðgerður. Íslenskur

 blendingur.

Salix viminalis

 Körfuvíðir

 3-6 m, fínlegur, útbreiddur gisinn vöxtur. Grannar

 gulleitar greinar, ljósgræn löng blöð. Frjóan jarðveg,

 bjartan stað.

Salix x simulatrix

 Breiðuvíðir

 10-30 cm. Gulir reklar í maí-júní. Myndar þétta

 jarðvegsþekju, nægjusamur. Sólríkan vaxtarstað.

Sambucus nigra

 Svartyllir

 3-6 m. Kremhvít ilmsterk blóm í júlí. Hraðvaxta

 margstofna runni. Þarf nokkuð skólgóðan stað.  Svört

 æt ber að hausti. Þolir hálfskugga.

Sambucus nigra

'Black Beauty' Gerda

 Svartyllir

 'Black Beauty'

 2-3 m. Bleik ilmandi blóm í júlí og dökkpurpurarauð

 blöð. Margstofna runni, meðalvöxtur. Frjósaman

 jarðveg. Þarf nokkuð skjólgóðan stað. Þolir

 hálfskugga.

Sambucus nigra

'Black Lace'

 Svartyllir

 'Black Lace'

 3-6 m. bleik blóm í sveipum í júlí. Hraðvaxta

 margstofna runni með mjög flipótt blöð. Þarf nokkuð

 skólgóðan stað.  Þolir hálfskugga.

Sambucus racemosa ssp. laciniata

 Flipayllir

 1-3 m margstofna  runni með flipótt blöð. Hvít blóm í

 klösum í júní-júlí. Rauð ber eftir blómgun.

 Skuggþolinn, þarf skjólgóðan vaxtarstað.

Sambucus racemosa ssp. pubens

 Dúnyllir

 2-4 m. Breiður blaðfallegur runni. Hvít blóm í skúfum

 í júní-júlí, rauð ber í ágúst. Skuggþolinn, en ekki

 mjög vindþolinn. Harðger og blómviljugur.

Sorbaria sorbifolia

 Reyniblaðka

 1-1,5 m. Hvítir langir blómskúfar í júlí-ágúst, laufgast

 snemma. Skriðul. Harðgerð, vind- og seltuþolin.

Sorbaria sorbifolia 'Sem'

 Reyniblaðka 'Sem'

 1 m. Þéttvaxinn fíngerður runni. Hvítir blómskúfar í

 júlí-ágúst. Vind- og seltuþolinn. Nýútsprungið laufið

 er gulleitt, en verður síðan ljósgrænt. Guli liturinn er

 meira áberandi ef plantan er í góðri birtu.

Sorbus aucuparia

 Ilmreynir

 5-12 m. Yfirleitt beinvaxið einstofna tré, greinar

 uppréttar. Hvít ilmandi blóm í stórum sveipum í júní,

 rauð skrautleg ber á haustin. Fallegir haustlitir.

 Bjartan stað og frjósaman jarðveg.  Íslensk planta.

Sorbus aucuparia

'Joseph Rock'

 Ilmreynir

 'Joseph Rock'

 5-10 m. Upprétt tré eða runni. Greinar sveigjast

 aðeins út á trénu þegar það eldist. Hvít blóm í júní.

 Áberandi gul ber á haustin. Skrautlegir haustlitir.

 Frjóan jarðveg.

Sorbus cashmiriana

 Kasmírreynir

 2-6 m margstofna tré eða runni. Slútandi

 hliðargreinar. Fínleg blöð. Bleikhvít stór blóm í

 klösum í júní, stór hvít ber á haustin, rauðir

 haustlitir. Harðgerður og vindþolinn. Frjóan jarðveg.

Sorbus commixta 'Belmonte'

 Fjallareynir 

 'Belmonte'

 3-7 m. Runni eða lítið tré. Kremhvít blóm í flötum

 sveipum í júní-júlí. Appelsínugul/rauð ber á haustin.

 Flottir haustlitir. Salt- og vindþolið. Gott tré í litla

 garða. Frjóan jarðveg.

Sorbus decora

 Skrautreynir

 6-10 m. Oftast einstofna, en getur verið margstofna.

 Árssprotar og brum kröftug. Kremhvít blóm í júní-júlí.

 Rauð frekar stór ber að hausti. Harðgert, vind- og

 saltþolið.

Sorbus hybrida

  Gráreynir

 8-12 m. Dökkgræn blöð, gráloðin á neðra borði. Hvít

 blóm í klösum í júlí, rauð ber á haustin. Vind- og

 seltuþolinn. Sólelskur, harðgerður, frekar hægvaxta.

 Næringarríkan jarðveg.

Sorbus koehneana

(frutescens)

 Koparreynir

 2-3 m. Fíngert margstofna tré eða runni. Útsveigðar

 hliðargreinar. Hvít blóm í júní-júlí, snjóhvít ber

 síðsumars. Mjög fallegir haustlitir. Harðgerður. Frjóan

 jarðveg.

Sorbus meinichii 'Bergen'

 Strandreynir

 2-8 m. Kremhvít ilmand blóm í júní-júlí. Rauð ber

 síðsumars. Harðger, vindþolinn. Næringarríkan

 jarðveg.

Sorbus mougeotii

 Alpareynir

 5-7 m. Einstofna tré. Stór blöð, hvítloðin á neðra

 borði. Kremhvít blóm í klösum í júní-júlí, rauð ber á

 haustin. Vindþolinn, sólelskur, harðgerður,

 hægvaxta. Frjósaman jarðveg.

Sorbus vilmorinii

 Kínareynir

 3-6 m. Stór runni eða lítið tré með breiða krónu. Hvít

 blóm í júní-júlí. Rauðleit ber síðsumars, sem fölna

 með tímanum. Fallegir haustlitir. Vidþolinn, frjóan

 jarðveg.

Sorbus x hostii

 Úlfareynir

 2-4 m margstofna tré. Bleik blóm í stórum sveipum í

 júní. Rauð stór ber síðsumars. Þarf bjartan stað,

 harðgerður, vind- og saltþolinn. Gulir haustlitir.

Spiraea betulifolia var. aemeliana

 Dvergheiðakvistur

 30-50 cm. Hvít blóm í sveipum í júní-júlí. 

 Hálfkúlulaga, þéttgreinóttur runni. Sólríkan stað, en

 þolir hálfskugga.

Spiraea chamaedryfolia

 Bjarkeyjarkvistur

 1-1,5 m. Hvít blóm í sveipum í júlí-ágúst.  

 Harðgerður, blómviljugur, þéttgreinóttur runni.

 Rótarskot.

Spiraea densiflora

 Dreyrakvistur

 40-60 cm. Dökkbleik blóm í þéttum sveipum í júlí-

 ágúst. Blómsæll á sólríkum stað, en þolir hálfskugga.

 Harðgerður.

Spiraea douglasii

 Dögglingskvistur

 1-1,5 m. Bleik blóm í löngum klasa í ágúst-sept.

 Skuggþolinn, skriðull, kelur dálítið, þolir vel

 niðurklippingu.

Spiraea gemmata

 Kínakvistur

 1-1,5 m. Þéttgreinóttur fínlegur runni. Útsveigðar

 greinar, hvít blóm í hálfsveipum í júní-júlí. Sendinn

 jarðveg, bjartan stað. Blómviljugur.

Spiraea henryi

 Stórkvistur

 2-4 m. Breiður, gisinn runni með útsveigðar greinar.

 Hvít blóm í sveipum á greinunum í júlí-ágúst.

 Fallegur stakstæður, harðgerður.

Spiraea japonica

'Eiríkur Rauði'

 Japanskvistur

 'Eiríkur Rauði'

 50-100 cm. Þéttur blaðfallegur runni. Bleik blóm í  

 ágúst-september. Harðgerður, þarf skjól og sól.

Spiraea japonica

'Glenroy Gold'

 Japanskvistur

 'Glenroy Gold' 

 40-60 cm. Þéttur blaðfallegur runni. Gul blöð allt

 sumarið.  Bleik blóm í ágúst-september. Harðgerður,

 þarf skjól og sól. Myndar hálfgerða þúfu.

Spiraea japonica.

'Golden Princess'

 Japanskvistur

 'Golden Princess' 

 30-40 cm. Þéttur blaðfallegur runni. Gul blöð allt

 sumarið.  Bleik blóm í ágúst-september.

 Harðgerður, þarf skjól og sól. Myndar hálfgerða þúfu.

Spiraea japonica

'Little Princess'

 Japanskvistur

 'Little Princess' 

 30-40 cm. Þéttur blaðfallegur runni. Bleik blóm í

 ágúst-september. Harðgerður, þarf skjól og sól.

 Myndar hálfgerða þúfu.

Spiraea japonica 'Manon'

 Japanskvistur

 'Manon'

 50-100 cm. Þéttur blaðfallegur runni. Bleik blóm í

 ágúst-september. Harðgerður, þarf skjól og sól.

 Myndar hálfgerða þúfu.

Spiraea latifolia

 Vínlandskvistur /

 Keilukvistur

 1-1,5 m. Hvít eða fölbleik blóm í gisnum skúfum í

 ágúst-sept. Rakaheldinn jarðveg, bjartan stað.

 Harðgerður, vindþolinn.

Spiraea miyabei

 Kóreukvistur /

 Skógarkvistur

 60-100 cm. Ljósbleik blóm í stórum gisnum sveipum í

 júlí-ágúst. Blómviljugur. Rauðleitt lauf á vorin.

 Duglegur. Sólríkan vaxtarstað.

Spiraea mollifolia

 Loðkvistur

 80-150 cm.  Hvít blóm í hálfsveip í júli. Útsveigðar

 greinar, gráloðin blöð. Þurran bjartan stað,

 harðgerður.

Spiraea nipponica

 Sunnukvistur

 1,5-2 m. Hvít blóm í sveipum í júlí. Þéttgreinóttur

 runni með uppréttar útsveigðar greinar.

 Tilkomumikill. Fallegur stakstæður, harðgerður, vind-

 og skuggþolinn. Blómviljugur.

Spiraea nipponica

'June Bride'

 Sunnukvistur

 'June Bride'

 40-60 cm. Hvít blóm í sveipum í júlí, Útsveigðar

 greinar. Harðgerður, þolir hálfskugga. Blómviljugur.

Spiraea nipponica

'White Carpet'

 Sunnukvistur

 'White Carpet'

 30-40 cm. Hvít blóm í sveipum í júlí-ágúst, sem sitja

 þétt á greinunum. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

 Útsveigðar greinar, þannig að runninn er breiðari en

 hann er hár. Lifnar svolítið seint á vorin. 

 Blómviljugur. Norskt úrval.

Spiraea salicifolia

 Víðikvistur

 1-2 m skriðull runni. Hvít blóm í löngum skúfum í

 júlí-ágúst. Uppréttur vöxtur. Kelur lítið. Skuggþolinn,

 rakan jarðveg.

Spiraea sargentiana

 Slæðukvistur

 1-1,5 m. Uppréttar og útsveigðar greinar, hvít blóm í

 júní á greinunum . Rauðleitur blær í blöðunum og á

 árssprotunum. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Spiraea sp.

 Birkikvistur

 80-100 cm. Þéttur runni, kúlulaga vöxtur. Hvít blóm í

 stórum sveipum í júní-júlí. Mjög harðgerður. Sólríkan

 stað, en þolir hálfskugga.

Spiraea trilobata

 Síberíukvistur

50-100 cm. Uppréttur vöxtur og aðeins útsveigðar

 greinar. Þakinn hvítum blómsveipum í júní-júlí.

 Rakan jarðveg, sólríkan stað en þolir hálfskugga.

 Harðgerður og blómviljugur.

Spiraea uratensis

 Mánakvistur

 1-1,5 m. Uppréttar og útsveigðar greinar, hvít blóm í

 sveipum á greinunum í júní-júlí. Blómviljugur,

 harðgerður. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Spiraea 'Vonarkvistur'

 Vonarkvistur

 1-1,5 m blendingur. Uppréttar og útsveigðar greinar,

 þakinn hvítum blómsveipum í júlí. Harðgerður,

 blómviljugur. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Spiraea x billiardii

 Úlfakvistur

 1-2 m hár skriðull runni. Fölbleik blóm í löngum

 skúfum í júlí-ágúst. Vindþolinn, skuggþolinn, kelur

 dálítið en er samt harðgerður. Sólríkan stað, en þolir

 hálfskugga.

Spiraea x cinerea 'Grefsheim'

 Grákvistur

 'Grefsheim'

 1-1,5 m. Fínlegur runni með uppréttar og aðeins

 útsveigðar greinar. Hvít lítil blóm í júlí. Getur kalið

 aðeins. Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Spiraea x margaritae

 Perlukvistur

 60-80 cm. Stórir ljósbleikir blómsveipir í ágúst-

 september. Vex í einhvers konar hálfkúlu. Harðgerður.

 Sólríkan stað, en þolir hálfskugga.

Symphoricarpos albus

 Snjóber

 1-1,5 m. Ljósbleik  blóm í júlí, hvít stór áberandi ber

 á haustin. Þarf sólríkan stað til að ná vel að þroska

 berin. Vind- og skuggþolinn. Rótarskot.

Symphoricarpos occidentalis

 Gárasnjóber

 1 m. Ljósbleik blóm í júlí. Hvít stór áberandi ber á

 haustin. Þarf sólríkan stað til að ná vel að þroska

 berin. Vind- og skuggþolinn. Rótarskot.

Syringa reflexa 'Roði'

 Bogsýrena 'Roði'

 1,5-2 m. Dökkbleikir bogsveigðir blómklasar í  júlí.

 Laufið er rauðleitt. Harðgerð, saltþolin. Ilmar

 mikið Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá minna.

Syringa wolfii 'San'

 Bjarmasýrena 'San'

 1-1,5 m. Bylgjaðir blaðjaðrar. Dökkbleikir ilmandi

 blómskúfar í júní-júlí. Blómskúfarnir eru stuttir og

 þéttir. Harðgerð, falleg stakstæð. Þolir vel hálfskugga, en

 blómstrar þá minna. Norskt úrval.

Syringa wolfii 'Valkyrja'

 Bjarmasýrena

 'Valkyrja'

 1,5-2 m. Dökkbleikir ilmandi blómskúfar í júní-júlí.

 Blómskúfarnir eru stuttir og þéttir. Harðgerð, falleg

 stakstæð. Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá

 minna.

Syringa x henryi

 Þokkasýrena

 2-3 m. Bleik blóm í gisnum blómskúfum í júní-júlí.

 Harðgerð. Blómviljug. Þolir vel hálfskugga, en

 blómstrar þá minna.

Syringa x prestoniae

'Elinor'

 Fagursýrena

  'Elinor'

 2-3 m. Dökkbleikir blómklasar í júní-júlí. Mjög

 blómviljug og harðgerð, saltþolin. Blómin ilma mjög

 mikið. Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá minna.

Syringa yunnanensis

 Júnísýrena

 2-3 m. Fjólubleik blóm í löngum frekar gisnum skúf í  

 júní-júlí. Sólríkan stað og frjóan jarðveg. Harðgerð og

 blómviljug. Þolir vel hálfskugga, en blómstrar þá

 minna.

Taxus baccata 'Summergold'

 Ýviður 

 'Summergold'

 Sígrænn breiðvaxinn runni 50-60 cm. Þarf

 skjólsælan,  bjartan vaxtarstað, en þolir hálfskugga.

 Barrið er gulröndótt.

Taxus cuspidata 'Nana'

 Japansýr 'Nana'

 Sígrænn runni 50-150 cm. Hægvaxta, óreglulega

 breiðkeilulaga vöxtur. Þarf hlýjan og þokkalega

 skjólgóðan stað. Mjög skuggþolinn. Nálar verða oft

 bronslitar yfir veturinn.

Thuja occidentalis 'Globosa'

 Kanadalífviður

 'Globosa'

 Sígrænn runni 1-1,5 m. Lágvaxið, kúlulaga í vexti.

 Skærgrænt barr. Hægvaxta, vindþolinn,

 meðalharðger.

Thuja occidentalis  

'Golden Globe'

 Kanadalífviður

 'Golden Globe'

 Sígrænn runni 60-100 cm. Lágvaxið, kúlulaga vöxtur, 

 Gult barr.Þarf hlýjan vaxtarstað. Hægvaxta,

 vindþolinn og skuggþolinn. Hentar í ker og potta á

 skjólgóðum stað.

Thuja occidentalis 'Smaragd'

 Kanadalífviður

 'Smaragd'

 Sígrænt 2-6 m. Keilulaga hægvaxta tré. Þarf hlýjan

 vaxtarstað. Skuggþolinn, vindþolinn.

Thuja occidentalis

'Tiny Tim'

 Kanadalífviður

 'Tiny Tim'

 Sígrænn runni 30-50 cm. Kúlulaga, þettgreinóttur.

 Hægvaxta. Þarf hlýjan vaxtarstað. Vind- og

 skuggþolinn. Hentar í ker og potta.

Thujopsis dolobrata

 Vaxlífviður

 Sígrænn runni 2-8 m. Gisinn vöxtur. Þarf hljýjan og

 skjólgóðan vaxtarstað, rakan jarðveg. Þrífst best í

 hálfskugga, skugga.

Tsuga heterophylla

 Marþöll

 Sígrænt 2-15 m. Hægvaxta tré. Þarf skjólgóðan

 vaxtarstað og vetrarskýli í byrjun. Skuggþolin. Rakan

 og næringarríkan jarðveg.

Ulmus glabra

 Álmur

 10-12 m einstofna eða margstofna tré. Stór

 dökkgræn blöð, grár og áberandi langsprunginn

 börkur. Skugg- og vindþolinn, hlýjan og frjóan

 jarðveg. Harðgerður.

 

Vaccinium corymbosum  'Duke'

 

 Bláberjarunni  

 'Duke'

 1,5-2 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í

 köldu gróðurhúsi.

 

Vaccinium corymbosum 'Polaris'

 

 Bláberjarunni

 'Polaris'

 1 m. Hvít blóm. Dökkblá stór, sæt og safarík ber

 síðsumars. Þrífst best í súrum jarðvegi. Sólríkan stað.

 Öruggara að hafa annað yrki með til að fá góða

 uppskeru. Kelur töluvert utandyra, en þrífst vel í

 köldu gróðurhúsi.

Vaccinium vitis-idaea 'Koralle'

 Rauðberjalyng /

 Týtuber 'Koralle'

 Sígrænn berjarunni 10-20 cm. Ljósbleik blóm í maí-

 júní. Rauð súr, en æt ber á haustin. Þarf súran,

 magran jarðveg og bjartan stað, en þollir hálfskugga.

 Skriðul.

Vaccinium vitis-idaea

'Red Pearl'

 Rauðberjalyng /

 Týtuber 'Red

 Pearl'

 Sígrænn berjarunni 10-30 cm. Ljósbleik blóm í maí-

 júní. Rauð súr, en æt ber á haustin. Þarf súran,

 magran jarðveg og bjartan stað, en þollir hálfskugga.

 Skriðul.

Viburnum burkwoodii

Týsrunni

 Hálfsígrænn runni 1-2 m. Hvít ilmandi blóm í maí-júní.

 Þarf hlýjan sólríkan vaxtarstað, þolir hálfskugga.

 Rakan, frjóan jarðveg. Vindþolinn.

Viburnum edule

 Bersarunni

 1-1,5 m. Kremhvít blóm í stórum blómklösum í júní-

 júlí. Þroskar ber síðsumars, sem eru æt, en frekar

 súr. Henta í matargerð.  Harðgerður, vind- og

 skuggþolinn runni

Viburnum edule 'Funi'

 Bersarunni 'Funi'

 Úrval úr Alaskasöfnun 1985. 1-1,5 m. Kremhvít blóm

 í stórum blómklösum í júní- júlí. Þroskar ber

 síðsumars, sem eru æt, en frekar  súr. Henta í

 matargerð.  Harðgerður, vind- og  skuggþolinn runni.

 Dökkgrænt lauf, rauðleitir stönglar. Mjög duglegur.

Viburnum 'Eskimo'

 Úlfarunni 'Eskimo'

 Hálfsígrænn runni 50-150 cm. Hvítir þéttir og stórir

 blómklasar. Þarf hlýjan vaxtarstað. Sólelskur, en þolir

 hálfskugga. Rakan, frjóan jarðveg.

Viburnum lantana

 Lambarunni

 1-2 m breiður, gisinn runni. Kremhvít ilmlaus blóm í

 stórum sveipum í júní-júlí, gráloðin stór blöð, stendur

 oft rænn fram í frost. Rauð ber síðla sumars. Sólríkan

 stað, kalkríkan jarðveg.

Viburnum opulus

 Úlfarunni

 1-2 m breiður runni. Hvít blóm í sveipum í júní-júlí. 

 Þarf skjólælan, bjartan stað, þolir vel hálfskugga, en

 blómstrar þá minna.

Weigela florida 'Korea'

 Roðaklukkurunni

 'Korea'

 1-1,5 m beiðvaxinn runni. Rauðbleik stór blóm í júní.

 Mjög blómvilugur. Þarf nokkuð skjólsælan og sólríkan

 vaxtaarstað, en þolir vel hálfskugga.

Weigela middendorffiana

 Gullklukkurunni

 1-1,5 m beiðvaxinn runni. Gul stór blóm í júní. Þarf

 nokkuð skjólsælan og sólríkan vaxtaarstað, en þolir

 vel hálfskugga.

Wisteria floribunda

'Blue Moon'

 Bláregn

 'Blue Moon'

 Klifurplanta, 2-4 m. Fjólublá ilmandi blóm í hangandi

 klösum  í júní-ágúst. Þarf hlýjan, skjólsælan og

 sólríkan vaxtarstað.  Frekar viðkvæm utandyra hér á

 landi. Þarf víra eða grind til að klifra eftir.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is