Runnarósir

Runnarósir eru harðgerðar og nægjusamar plöntur sem þrífast best í mögrum jarðvegi. Þær þurfa mikið vatn en jafnfram gott frárennsli.

Blómgunin verður mest ef þær eru gróðursettar á sólríkan stað og eru þær almennt mjög blómviljugar. Flestar þessara rósa þola íslenska veðráttu það vel að þær þurfa ekki vetrarskýlingu. Þær má nota stakstæðar, í þyrpingar eða í óklipptar raðir. Runnarósir eru yfirleitt ekki klipptar alveg niður heldur eru þær aðeins grisjaðar og snyrtar á vorin.

Nýpurnar af ýmsum runnarósum má nota í sultu með mjög góðum árangri, t.d. af hansarós og þyrnirós.

Listinn er birtur með fyrirvara um prentvillur og ekki er víst að allar plönturnar séu alltaf til hjá okkur í stöðinni.

 Latneskt heiti

 Íslenskt heiti

 Lýsing

Rosa bourboniana

'Louise Odier'

 Borbónrós

 'Louise Odier'

 1-2 m. Stór daufbleik þéttfyllt ilmandi blóm í ágúst-

 september. Þarf skjólgóðan stað. Frekar viðkvæm,  þarf

 vetrarskýlingu. Þolir hálfskugga.

Rosa dumalis

 Glitrós

 1,5-2 m. Skærbleik einföld blóm í júlí-ágúst. Blómstrar

 fremur lítið, stundum bara annað hvert ár. Skriðul,

 harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.  Íslensk tegund.

Rosa foetida

'Harrison‘s Yellow'

 

 1,5 m. Ágrædd. Gul fyllt blóm í ágúst-september. Harðger,

 þarf sólríkan vaxtarstað. Ilmar lítið og ekki vel. Getur  komið með rótarskot. Blendingur af R.foetida og R. pimpinellifolia.

Rosa gallica 'Splendens'

 Skáldarós

 1-1,5 m. Ágrædd. Rauð einföld blóm með hvíta miðju  í júlí-

 ágúst. Ilmar. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa glauca

 Rauðblaðarós

 1,5-2 m, dálítið skriðul. Bleik til dökkbleik einföld óásjáleg

 blóm í júlí. Blágræn blöð, rauð á neðra borði, mjög

 blaðfalleg. Þarf sólríkan vaxtarstað. Viðkvæm fyrir

 ryðsveppi.

Rosa moyesii 'Geranium'

 Meyjarós

 'Geranium'

 2-3 m. Rauð einföld meðalstór blóm í júlí-ágúst. Mjög

 blómviljug. Rauðar áberandi nýpur á haustin. Þarf sólríkan

 vaxtarstað.

Rosa pendulina

 Fjallarós

 1,5-2 m. Rauðbleik einföld blóm í júlí. Nær þyrnalaus.

 Mjög sterk og vindþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa pimpinellifolia

'Flora Plena'

 Þyrnirós

 'Flora Plena'

 50-100 cm. Lítil hvít fyllt blóm í júlí-ágúst. Harðgerð, vind-

 og seltuþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað. Má nota í lágvaxin

 limgerði. Rótarskot.

Rosa pimpinellifolia

'Katrín Viðar'

 Þyrnirós

 'Katrín Viðar'

 50-100 cm. Lítil hvít einföld blóm í júlí-ágúst. Harðgerð,

 vind- og seltuþolin. Þarf sólríkan vaxtarstað. Má nota í

 lágvaxin limgerði. Rótarskot.

Rosa pimpinellifolia

'Lovísa'

 Þyrnirós 'Lovísa'

 50-100 cm. Lítil hvít einföld blóm í júlí-ágúst.  Rauður

 blær á greinum Harðgerð, vind- og seltuþolin. Þarf sólríkan

 vaxtarstað. Má nota í lágvaxin limgerði. Rótarskot.

Rosa pimpinellifolia 'Maigold'

 Þyrnirós 'Maigold'

 1-2,5 m. Ágrædd. Stór, gul hálffyllt ilmandi blóm í ágúst-

 september. Kröftug klifurrós. Þarf sólríkan vaxtarstað.

 Blendingur, Harðgerð.

Rosa pimpinellifolia

'Prairie Dawn'

 Þyrnirós

'Prairie Dawn'

 1-1,5 m. Ágrædd. Bleik lausfyllt, örlítið ilmandi blóm í

 ágúst-september. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.

 Þyrnirósablendingur.

 Rosa pimpinellifolia

'Red Nelly'

 Þyrnirós

 'Red Nelly'

 50-100 cm. Ágrædd. Dökkbleik einföld blóm í ágúst.

 Nokkuð harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.

 Þyrnirósablendingur.

Rosa pimpinellifolia 'Stanwell Perpetual'

 Þyrnirós

 'Stanwell Perpetual'

 1-1,5 m. Fölbleik óreglulega fyllt blóm í ágúst- september.

 Blómviljug, þrífst best á sílríkum hlýjum stað. Líklega

 blendingur milli R.pimpinellifolia og R. damascena.

Rosa poppius

 Páfarós

 50-100 cm. Dökkleik þéttfyllt ilmandi blóm í júlí- ágúst.

 Þyrnirósablendingur. Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa rugosa 'Hansa'

 Hansarós

 1-2 m. Bleik fyllt stór og ilmandi blóm í júlí-sept. Mjög

 blaðfalleg. Vind- og seltuþolin, afar harðgerð. Góð í óklippt

 limgerði. Þolir ekki mjög kalkríkan jarðveg, þá geta blöð

 gulnað. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa rugosa

'John Mc Nabb'

 Ígulrós

 'John Mc Nabb'

 1-1,5 m. Hvít hálffyllt ilmandi blóm í júlí-ágúst. Þarf skjól og

 sólríkan vaxtarstað. Getur þurft stuðning.

Rosa rugosa 'Schneezwerg'

 Ígulrós 

 'Schneezwerg'

 1,5 m. Ágrædd. Hvít fyllt blóm í ágúst-september.

 Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa sweginzowii

 Hjónarós

 2-3 m. Ljósrauð einföld blóm í júlí-ágúst. Stórvaxin  og

 kraftmikil rós. Groddalegir þyrnar. Mjög dugleg. Rauðgul

 aldin á haustin. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa 'Therese Bugnet'

 

 1,5-2 m. Ágrædd. Dökkbleik óreglulega fyllt,  ilmandi blóm  í ágúst-september. Sólelsk, blómviljug.Rauðar,  litlar  nýpur á haustin. Ígulrósablendingur frá Kanada,  rótarskot.

Rosa x alba

'Maiden´s Blush'

 Bjarmarós

 'Maiden´s Blush

 80-100 cm. Daufbleik fyllt ilmandi blóm í ágúst. Á sér

 margra alda ræktunarsögu. Harðgerð. Þarf sólríkan

 vaxtarstað.

Rosa x alba 'Hurdal'

 Húrdalsrós

 1,5-3 m. Bleikfjólublá fyllt ilmandi blóm í júlí-ágúst.

 Harðgerð runnarós frá Noregi. Kröftugur vöxtur.  Rótarskot. Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa xanthina

 Glóðarrós

 1-3 m. Ljósgul ilmandi einföld til hálffyllt  blóm í júlí- ágúst.

 Mjög blómviljug og harðgerð. Rauðbrúnar nýpur á haustin.

 Þarf sólríkan vaxtarstað.

Rosa 'Wasagaming'

 Terósabastarður

 1-1,5 m. Ljósbleik hálffyllt blóm í júlí-september.

 Harðgerð. Þarf sólríkan vaxtarstað. Ígulrósablendingur,  rótarskot.

. Gróðrarstöðin Storð | Ferjuvegur 1 | 806 Selfoss | Sími 564-4383 | stord@stord.is