Gróðrarstöðin Storð

Velkomin(n) á vefsíðu Gróðrarstöðvarinnar Storðar.

 

Gróðrarstöðin Storð framleiðir og selur allar gerðir garðplantna, tré, runna, rósir, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtir.

Stöðin framleiðir um 2-300 tegundir og yrki af trjám, runnum og rósum, um 500 tegundir og yrki af fjölærum plöntum, um 50 tegundir sumarblóma og allar algengustu tegundir matjurta. Sérstök áhersla er lögð á að framleiða heilbrigðar og hraustar plöntur sem standast álag íslenskrar veðráttu. 

Auk hinna hefðbundnu tegunda sem seldar eru, koma inn nýjar og spennandi tegundir á hverju ári.

Í söluskála stöðvarinnar er boðið upp á fjölbreytt úrval af kerjum og pottum, áburði, mold og vikri og öðru því sem tilheyrir garðræktun.

Vertu vinur okkar á Facebook og fylgstu þar vel með frábærum tilboðum sem birtast þar reglulega. 

. Gróðrarstöðin Storð | Dalvegur 30 | 201 Kópavogur | Sími 564-4383 | stord@stord.is